Thursday, January 27, 2011

27. jan. Hjóladagbók

lítils háttar rigning
sunnan 4 m/s
3°C

Það var reyndar engin "lítils háttar rigning" þegar ég lagði í hann í morgun kl. 9:15 - miklu fremur súld (Súld eða úði er úrkoma, sem fellur til jarðar sem tiltölulega smáir vatnsdropar (þ.e. minni en 0,5 mm) og fellur úr þokuskýjum Heimild: Wikipedia.is). Þrátt fyrir bleytuna var hlýtt og notalegt að hjóla og ég var komin á réttum tíma í fyrirlestur hjá Rannveigu í ERÍI kl. 10:00. Ég hafði ekki fundið regbuxurnar áður en ég lagði af stað og mátti sætta mig við að vera rassblautur í tvo tíma.
 
Leiðin heim var ekkert nema átök. Ég var ekki alveg með á nótunum og lagði allt of seint af stað heim til að fara með Rósu og Kristófer á sundnámsskeið kl. 17:30. Ég lagði af stað kl. 16:45 og var komin í Bjarnabæ kl. 17:16. Að þessu sinn hjólaði ég alla leiðina á götum (Bústaðarveginn, Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðaveginn) frá Hlíðarenda. Mér líður aldrei vel á götunum en þegar ég þarf að komast heim með hraði vel ég þessa leiðina og spara mér um 7-10 mín. En þettar er engin skemmtun.
 
Hugleiðingar:
Malbiksfræsingar eru banagildrur

Trip dist: 24.820
Trip time: 1:13:41
Avg. speed: 20.25
Max spee: 43.27

No comments:

Post a Comment