Thursday, January 13, 2011

13. jan. Hjóladagbók

Austan átt, 16. m/sek
Skýjað
Hiti 1-2°C

Það var hvasst í morgun þegar ég lagði í´ann og ég bölvaði vindinum á Tjarnargötunni í Hafnarfirði. Það er merkilegur þessi strekkingur sem oft æðir niður með læknum. Ég var létt klæddur enda hiti komin yfr frostmark og ég var fljótur að hitna. Það er ágætis regla að klæða sig þannig á búkinn að þér er hrollkallt í upphafi en eftir 5-10 mín. er þér orðið þægilega heitt. Ferðin gekk ágætlega og ég var komin tímanlega fyrir fyrsta fyrirlestur dagsins.
Á bakaleiðinni var komin hríð og skafrenningur en það var ekki kallt. Fyrir utan á Nauthólsveg var ég með vindinn í fangið. Þegar komið var í Fossvoginn hafði ég hann hins vegar í bakið og vel gekk að hjóla heim. Þrátt fyrir hríðina fannst mér kósý og skemmtilegt að hjóla heim. Færið var ennþá gott og ég vona að það verði ennþá gott á morgun.

Tölfræði dagsins:
trip dist: 26.01 km. (til og frá)
trip time: 1:35:27
avg. speed: 16.35
Max speed: 41.41

Hugleiðingar
Fátt markvert gerðist nema það að þegar ég var á leið yfir gangbraut við Flatahraunið, austan hringtorgsins við Krikann, þá mátti minstu munað að ekið væri yfir mig. Áður hafði ég alltaf farið yfir torgið eins og bílarnir en eftir að ekið var á mig á þessum stað hef ég farið hjólastíginn, bak við skúrana á Álfaskeiðinu og notað undirgöngin. Þessi krókur tefur mig en mér líður betur með að fara þarna. Hins vegar er leiðinlegt að komast yfir á Bæjarhraunið og hluti af því er að fara yfir umrædda gangbraut. Það er bara eins og bílar sem koma þarna að geri ekki ráð fyrir neinu öðru en bílum á þessum slóðum. Sá sem ók á mig sá mig aldrei fyrr en ég lá á húddinu hjá honum. Konan sem keyrði svarta Bensjeppan (já hann var svartur en ekki sjálflýsandi) sá mig heldur ekki.
Ég heyrði að hringtorgið hefði verið kynnt sem "öruggt" hringtorg með "öruggum" gangbrautum (sem reyndar eru ekki margar heldur aðeins ein) þegar ráðist var í verkið. Það er ekki mín reynsla og ég er reyndar efins um hringtorg almennt þegar kemur að gangandi og hjólandi vegfarendum. Margir hjólreiðamenn eru óöryggir í hringtorgi enda er að mörgu að hyggja fyrir akandi og hjólandi á slíkum torgum. Svo er gangbrautir yfirleitt nálægt torginu og þá eru ökumenn að fylgjast öllu öðru en því hvort einhver er á gangi þegar þeir keyra út úr torginu.

No comments:

Post a Comment