Wednesday, January 19, 2011

19. jan. Hjóladagbók

Lítils háttar vindur
sunnan 6 m/s
hiti 4°C

Lagði af stað kl. 9:15 við góðar aðstæður: t.t. hlýtt, hæg gola og auðar en blautar götur. Að þessu sinni var ég ekki á leið i skólann heldur í Skútavoginn til að taka viðtal. Viðtalið gekk vel og að því loknu hélt ég í miðbæinn og fékk mér snæðing. Að því loknu mætti ég í Öskju og vann í verkefnum.
Um 18:15 hjólaði ég heim og þá voru aðstæður ekki jafn góðar: slydda, hvasst á köflum og krap á götum. Þrátt fyrir það gekk leiðin heim einnig vel og ég var sáttur þegar ég kom í kvöldmat til Sirrý á N24.

Það að hjóla Reykjanesbrautina í RVK er bæði gott og slæmt. Leiðin frá Hafnarfirði og "fljúgandi" hringtorginu á mörkum Garðarbæjar og Kópavogs er bara nokkuð góð. Á þessum kafla er vegöxl þar sem hjólreiðamenn geta verið nokkuð öryggir þrátt fyrir hraða og þunga umferð. Það er að vísu alltaf óþægilegt og áhættusamt að þvera að- og fráreinar en á þessum kafla eru þær ekki margar. Hins vegar er kaflinn frá Kópavogi og að Holtagörðum hreinasta hörmung. Þar er engin aðstaða fyrir hjólreiðar nema á götunni og þar er óþægilegt að hjóla. Þaðan styttist svo að stíg, meðfram sjávarsíðunni sem færir þig öruggt og þægilega í miðbæinn. Að vísu er leiðin rofin við Hörpuna en það er tímabundið. Ég óttast hins vegar að áður nefndur "hörmungar" sé komin til að vera.

Annars var flautað á mig á Kalkofnsveginum en það er nú ekki algengt. Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar það er flautað á mig. Í Öskjuhlíðinni, á heimleiðinni, fékk ég svo að heyra það frá göngufólki. Þar hefur að undanförnu verið unnið að því að aðgreina göngu- og hjólastíga og ég hafði villst inn á göngustíginn í myrkrinu: "ÞÚ ÁTT AÐ VERA HINUM MEGINN".

Trip dist: 33.10
Trip time: 1:51:28
Avg. speed: 17.82
Max speed: 42.13

No comments:

Post a Comment