Sjálfur kýs ég helst að hjól beint yfir hálsinn þar sem að sú leið er styðst, þó hún reyni aðeins á lærin. Verst hefur mér fundist að hjóla frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem leiðin niður sunnanmegin er brött og víða blindhorn - sérstaklega þegar kemur að Dvarlarheimilinu Sunnuhlíð. Þangað kemur hjólreiðafólk á góðri siglingu og við taka blindhorn, þveranir og bílastæði, sem tefja leið og skapa töluverða hættu ef ekki er höfð aðgát.
Nú ber hins vegar svo við að þar hafa verið gerðar töluverðar endurbætur sem greinilega eru fyrst og fremst ætlaðar til að greiða leið hjólreiðafólks og auka á öryggi þess.
Fyrir þá sem þekkja til þá þarfh ég ekki að skýra það frekar hvað hefur veirð aðhafst á staðnum. Fyrir hina, sem ekki þekkja til, þá læt ég myndirnar tala sínu máli.
Séð upp með fram Sunnuhlíð þar sem framkvæmdir stóðu yfir (HG2013). |
Á þessum slóðum, fyrir ofan Sunnuhlíð, var lengi vel eitt hættulegasta blindhornið á mínum daglegu leiðum (HG2013). |
No comments:
Post a Comment