Tuesday, February 26, 2013

Aufúsugestur

Hvert sem horft er má sjá lífið og náttúruna. Innan borgarmarkanna sem utan eru gras og blóm, fjöll og tindar, villt og tamin dýr. Sólin og regnið, vindurinn og stillan, frostið og hlýindin eru alltumlykjandi . Í hnakknum færðu þessi tilbrigði í fangið og nýtur þess að vera hluti af heild sem gæðir lífi og mótar land.
Tjaldurinn er sá fugl sem ég held mest í heiðri. Hann er fallegur og spakur. Hann hefur skemmtilegt háttalag og það er eitthvað mannlegt við hann - ekki ósvipað hrafninum. Þá er hann vorboði og sem slíkur er hann sérstakur aufúsugestur.
HG2011
HG2011
HG2011


No comments:

Post a Comment