Wednesday, February 13, 2013

Flosi & Skúli og hlaupreiðar

Taumlausir (HG2013)
Félagarnir Flosi og Skúli eru af kyni dverg- og standard schnauzer. Þeir fara stundum í hjólatúra, sérstaklega Flosi sem er eldri og mun stærri. Skúli er enn að ná tækninni og er í stórhættu á að hlaupa undir hjólið ef hann nýtur ekki leiðsagnar Flosa. Þá er Skúli helst til skrefstuttur sem veldur því að hann vill dragast á eftir Flosa sem óheppilegt auk þess sem ég verð að draga úr ferðinni. Oftast eru þeir í tvíburataumi en utan alfaraleiðar fá þeir lausan tauminn. Þá færist Skúli í aukana og á auðveldara með að halda í við okkur Flosa sem segir mér að þeim líður betur taumlausum.
Það er frábært að hjóla með hundi(-um) sem kann listina. Þeir geta hlaupið ótrúlega langt og lengi. Þó þarf að gæta þess að hvílast reglulega og væta kverkarnar þar sem það er hægt. Einnig þarf að passa upp á þeir verði ekki sárfættir. Með öðrum orðum þá þarf að hafa tilfinningu fyrir hundinum og stýra álaginu á honum svo að hann hljóti ekki miska af eða verði afhuga hlaupreiðum.

Í taumi (HG2013)

 

No comments:

Post a Comment