Tuesday, April 26, 2011

FrumskógarlögmáliðÍ nóvember árið 1859 gaf Charles Darwin út bók sína um uppruna tegundanna "Origin og the species". Upp úr þeirr bók er sprottin hugmyndin um að þeir hæfustu muni lifa af. Síðan þá eru liðin um 150 ár og líklega hefur engin hugmyndafræði fengið annan eins meðbyr og "Frumskógarlögmálið". Það þykir í raun ekkert eðlilegra en að þeir stóru éti þá litlu og fitni í samræmi við það. Þetta er okkur kennt, leynt og ljóst, af foreldrum okkar og samfélaginu. Við höfum upphafið kynstofna og við höfum mismunað kynjunum. Við höfum upphafið peninga og við höfum upphafið tæknina. Það höfum við gert á kostnað annarra gilda eins og samúðar og bræðralags.

Ég vil efast um tæknihyggjuna og ofurtrú á framfarir. Hvað þurfum við meira til að geta lifað góðu lífi? Þurfum við meiri peninga og stærri hús? Þurfum við stærri og hraðskreiðari bíla? Veraldleg gæði eru sjaldan fengin nema á kostnað annarra.

Ég er ekki viss um að Darwin hafi haft þetta í huga þegar hann gaf út sína merkustu bók. Það er stór munur á því að nærast, og að hlaða á sig spiki á kostnað þeirra sem að ekki komast undan.

Spyrjiði bara hlébarðann!

No comments:

Post a Comment