Friday, April 15, 2011

15. mars. 2011

Uppruni myndar ókunnur. Vonandi verður engin óður.
Undanfarið hef ég hjólað allra minna leiða en bloggað minna. Ég hef jafnan sótt innblástur fyrir bloggið í ferðum mínum en að undanförnu hef ég ekki orðið var við neitt áhugavert. Að vísu mætti ég aftur kanínu í Öskjuhlíðinn, hvítri að þessu sinni, og svo hefur Tjaldur einn komið sér vel fyrir við enda flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ástæður þessa andleysis er að finn í því að ég farin að hjóla með Ipod en slíkan grip hef ég ekki brúkað áður. Ég hef að vísu átt tækið í tæp tvö ár en hann hefur dvalið í kassanum frá því að Margrét færði mér hann í afmælisgjöf. En nú hef ég fundið not fyrir hann. Ég hef sett (með hjálp Odds Snæs) hljóðbækur inn á hann. Þessa stundina er ég að hlýða á sögu Péturs W. Kristjánssonar, "Pétur Poppari" eftir Kristján Hreinson í flutningi Gísla Rúnars Jónssonar. Sagan er einstaklega lifandi og skemmtilega skrifu af Kristjáni og Gísli hefur alltaf verið minn uppáhalds leikari. Pétur er einhver sú skemmtilegasta og viðkunnalegast persóna sem ég hef lesið um (eða í þessu tilfelli hlustað um) og ég kvíði því að að Gísli ljúku lestrinum. Satt best að segja á sagan hug minn allan á hjólinu þessa stundina og umhverfið svífur hjá án þess að ég verði var við neitt. "Algjört dúndur" eins og Pétur myndi segja.

No comments:

Post a Comment