Sunday, April 17, 2011

Góð hugmynd fyrir stjórnvöld

Nýlega gáfu stjórnvöld það út að þau ætluðu að veita 10 miljörðum í almenningssamgöngur á næstu 10 árum. Vel gert og ég hlakka til að sjá hvernig verður spilað úr því fé og í hvaða framkvæmdir verður ráðist.

Eftirfarandi myndband kynnir hugmynd sem vann til verðlauna hjá google í samkeppni um hvernig mætti gera heiminn að betri stað. Ég legg til að íslensk stjórvöld kynni sér Shweeb verkefnið og kanni möguleika þess hér á landi.

...eða hvað finnst ykkur?

No comments:

Post a Comment