Sunday, May 1, 2011

1. maí 2011

Mynd: amsterdamize
Það er snjór og krapi á götum borgarinnar í dag. Á sama tíma er mið-Evrópa að vakna til lífsins eftir veturinn. Myndin hér að ofan er tekin í Amsterdam og fengin að láni af einni af þessum fjölmörgu -ize síðum (copenhagenize, amsterdamize, portlandize o.fl.). Vonandi er þess ekki lengi að bíða að sumarið geri einnig vart við sig hér á Íslandi.

Það er e-ð við myndina sem mér finnst í senn heillandi og fallegt. Hugsanlega er það þetta afslappað og eðlilega yfirbragð á fjölskyldunni á hjólinu.

No comments:

Post a Comment