Tuesday, February 22, 2011

Tengingin við Garðarbæ III: Herjólfsbraut - Álftanesvegur - Hraunholtsbraut

Þriðja af fjórum tengingum við Garðarbæ frá Hafnarfirði er um Álftanesveg: frá Herjólfsbraut að Hraunholtsbraut í Sjáland.

Tenging III við Gbr: Herjólfsbraut við Hrafnistu - Álftanesvegur - Hraunholtsbraut
 Á Hraunholtsbraut, við Hrafnistu, hefur verið komið fyrir hjólavísum sem ég held að sé einsdæmi í Hafnarfirði (Reyndar geri ég mér ekki fullkomlega grein fyrir því hvort þetta sé í Hafnarfirði þar sem ég þekki ekki Hreppmörkin nákvæmlega. Ég veit þó að Hrafnista er í Garðarbæ og íbúðir fyrir eldri borgara í raðhúsum einnig). Þegar komið er að Álftanesvegi þarf að fara yfir veginn og inn á ágætis hjólastíg sem á sér langa sögu og hefur verið mikið notaður af hjólandi-, gangandi- og skokkandi vegfarendum. Það er varhugavert að fara þarna yfir og kanski komin tími á ljós á þessum stað þar umferð hefur aukist mikið og hraði er einnig mikill. Hjólað er meðfram Álftanesvegi í austur átt þar til komið er að Hraunholtsbraut þar sem stígurinn beygir í norður í átt að Sjálandi. Þar tekur við góður hjólastígur alla leið að Arnarnesinu.

Göngu- og hjólastígur í Sjálandi
Þessi tenging er að mínu mati sú besta við nágrannasveitarfélagið Garðarbæ. Að vísu er hún útúr leið fyrir lunga bæjarbúa beggja bæjanna en sem útvistarleið er hún til fyrirmyndar. Þeim sem búa í Norðurbænum í Hfj. og á Hraunsholtinu í Gbr. nýtist þessi leið hins vegar vel til samgangna. Það er ekki hægt að segja að það séu neinir flöskuhálsar eða farartálmar á leiðinni en því fylgir þó nokkur áhætta að þvera Álftanesveginn.

No comments:

Post a Comment