Tuesday, February 15, 2011

15. feb. 2011

Það er hálka á götunum þessa dagana. Það rokkar +/- 0° C og ýmist er maður með tjöruna upp á bak eða á bakinu. Reyndar hef ég ekki dottið en ég finn að það væri gott að hafa nagla að aftan líka. Skoða það fyrir næsta vetur.

Hjólaði í skólann í morgun í rólegheitunum en kom við í GÁP og lét herða upp hjá mér stýrið. Ég reyni jafnan að leysa svona hluti sjálfur en gat ekki fyrir nokkurn mun fundið út úr þessu. Þeir voru 5 mín. að þessu. Ég hafði mest gaman af því að ég bað um að fá að fylgjast með þeim en þeir vísuðu mér út af verkstæðinu og sögðust ekki nenna að hafa mig hangandi yfir sér. Alvöru menn sem rukkuðu ekkert fyrir greiðann. Að viðgerðinn lokinni útskýrði öðlingurinn í versluninni fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að.

Það gekk vel á leiðinni heim enda veðrir gott og göturnar að mestu auðar ...þangað til að komið er að Flataskóla og Stjörnuvellinum. Þaðan og heim að dyrum í Bb. er leiðinda færð enda illa rutt í Gbr. og Hf. Ég hafði sólina í augun og sólgleraugun komu að góðum notum. Ég sett þau upp í Öskju um leið og ég gekk út. Í hurðinni mætti ég konu sem ávarpaði mig á ensku og bað mig um að halda fyrir sig hurðinni opinni.

Lít ég út fyrir að vera útlendingur?
.... eða býst engin við Íslendingi á hjóli með sólgleraugu í febrúar?

Kermit

No comments:

Post a Comment