Friday, February 25, 2011

"Almenningsvagnamenn"

Virðulegur maður á hjóli (das2011)
Af hverju er ég „hjólreiðamaður“ þótt ég hjóli stundum. Ég veit ekki til þess að þeir sem fara leiðar sinnar á bílum séu kallaðir „ökumenn“; eða þeir sem nota strætó séu kallaðir: „almenningsvagnamenn“. Það er svolítið sérstakt að vera auðkenndur við þá leið sem þú velur þér til að komast á milli staða. Kannski lýsir þessi orðræða best stöðu hjólreiða í íslensku borgarskipulagi. Getur verið að þeir sem hjóla séu taldir öðruvísi – jafnvel skrýtnir? Ýtir orðræðan undir aðgreiningu hjólreiðamanna frá öðrum vegfarendum og viðheldur þeirri ímynd að þeir sem hjóla séu jaðarhópur. Ég held að á meðan svo er megi ekki búast við því að hjólreiðar ná fótfestu sem samgönguleið. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er mikil í þessum efnum og skipulag borga og bæja verður að gera ráð fyrir þeim sem kjósa hjóla sinna leið, jafnt og annarra, svo að reiðhjól verði gildandi samgöngutæki.

No comments:

Post a Comment