Thursday, March 29, 2012

Vorboðinn Haemoatopus ostralegus

Fyrir suma er lóan vorboðinn en í mínum huga er það tjaldurinn. Ég hef miklar mætur á fuglinum sem er vaðfugl af ættbálki strandfugla og telst til tjaldættar. Í morgun hjólaði ég fram á þrjá félaga að leik við hjólaleiðina sunnan Fossvogskirkjugarðs. Þeir stigu óútskýranlegan dans, sungu og trölluðu svo ekki var hægt annað en að hrífast af galsanum. Þó að þeir hafi ekki boðið upp á uppstillta myndatöku þá létu þeir sé fátt um finnast þótt ég staldraði við fylgdist með þeim úr nálægð. Vorið er komið.
Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012)

Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012)

Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012)

No comments:

Post a Comment