Monday, March 12, 2012

Hjólatúr

Breki og Helgafell í baksýn (HG2012)
Ég, Breki og Flosi fórum í fyrstu "upplandsferðina" á árinu í gær. Við hjólum nú stundum í hesthúsið að hitta afa Stebba eða Björk en við köllum það ekki upplandsferð. Við komum nú reyndar við í leiðinni og í bakaleiðinni þegar við hjóluðum í Kaldársel og þáðum kaffi.
Við fórum "gamla" Kaldárselsveginn því þar er ágætt að sleppa Flosa lausum. Að vísu er alltaf hætta á að rekast á hestamenn og við þurfum að vera vel vakandi og óla Flosa ef við sjáum glitta í þá. Einnig er alltaf hætta á að rekast á aðra hunda en þeim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum sem ganga með hundana sína um þessar slóðir. Það er ekki skrítið þar sem þetta er frábært útvistarland. Þess vegna förum við oft snemma eða seint á kvöldin til að fá þessa verða fyrir minstu ónæði og til að fá þessa tilfinningu að við séum einir á ferð. Við þekkjum líka fáfarnar slóðir sem við förum stundum en þær er fæstar gott að hjóla.
Veðrið var ágætt, t.t. hlýtt en blautt og það gekk á með éljum. Við vorum vel klæddir svo það kom ekki að sök en hundurinn varð eins og drullusokkur.
Leiðangursmenn við skálann í Kaldárseli (HG2012)

No comments:

Post a Comment