Thursday, March 8, 2012

Hvað fara margir hjólreiðamenn um Fossvoginn á degi hverjum?

Um 18 hjólreiðamenn höfðu fari um þessi gatnamót kl. 8:30 í morgun 

Það er löngu tímabært að hefja talningar á hjólreiðafólki. Fyrir þá sem vinna við eða rannsaka samgöngur er bagalegt að ekki séu til nákvæmar tölur yfir fjölda hjólreiðamanna. Talningar á bílum við götur eða gatnamót eru mikilvægar forsendur fyrir stefnumörkun og verkáætlun fyrir umferðamannvirki. Það sam gildir um hjólreiðar. Koma þarf upp teljurum við valdar hjólaleiðir í borginni. Með því móti fást marktækar tölur um raunverulegan fjölda hjólreiðamanna og hvar álagið er mest. Þá verður hægt að meta þörfina fyrir uppbyggingu hjólaleiða í borginni. Hvort, hvar og hvernig?

No comments:

Post a Comment