Wednesday, August 17, 2011

Meðfylgjandi myndir sýna lítin hluta af gríðarlegum bílastæðum við HÍ og HR. Hér í HÍ hefur þegar verið tekin upp gjaldtaka við "skeifuna" fyrir fram aðalbygginguna en mér er ekki kunnugt um að slíkt hafi verið gert við HR. Sjálfur er ég gríðarlega ánægður með þessa gjaldtöku enda finn ég alltaf stæði þar þegar ég þarf á að halda og þarf ekki að ganga jafn langt til að sinna erindum mínum þegar ég kem á bíl. En þessar gjaldtökur hafa vakið viðbrögð meðal stúdenta og frekari hugmyndir um gjaldtöku eru mjög umdeildar.
(Bílastæði fyrir framan HÍ HG2011)
(Bílastæði við HR HG2011)
Camebridge háskóli er ein elsta og virtasta menntastofnun í heiminum og þar á bæ eru stjórnendur einnig að glíma við sama vanda og hér á land - of fá bílastæði og of mikið pláss og kostnaður við gerð og rekstur bílastæða. Þeirra ráð eru þau að banna nemum að koma á bílum skólann. Svo einfallt er það. Ein íhaldsamasta stofnun veraldar hefur tekið þá frammúrstefnulegu ákvörðun að hvetja nemendur til að notfæra sér reiðhjól og almenningssamgöngur fremur en að keyra upp að dyrum á eigin bílum (undantekningar eru gerðar fyrir fatlaða). Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og Cambridge borg er í dag ein þeirra borga sem hefur náð hvað mestum árangri við að stemma stigum við bílvæðingunni.

Það sama verður ekki sagt um fjórar af stærstu borgunum í Florida.

No comments:

Post a Comment