Tuesday, September 13, 2011

Meira af bílastæðum og sóun á landi í Krikanum!

Formaður knattspyrnudeildar FH var býsna harðorður á heimasíðu félagsins varðandi bílastæðvandamál við Kaplakrika. Þar bendir hann réttilega á að þegar stórviðburðir fara fram á svæðinu annar bílastæðið ekki þeim fjölda sem heimsækir Krikann.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að í Kaplakrika eigi ekki að vera bílastæði. Ekki af þeim ástæðum að ég sé e-ð sérstaklega á móti bílum eða stæðum heldur vegna þess að þar er einfaldlega ekki pláss. Nú er svo komið að knattspyrnudeildin hefur ekki nægjanlegt æfingasvæði og þá þykir mér sem að allt of mikið svæði fari undir bíla. Vissulega kemur það sér vel þegar fram fara stórviðburðir, eins og áður getur, en það eru aðeins fáeinir dagar á ári. Miðað við hvað þrengir að Krikanum þá hafa FH-ingar ekki efni á að fórna svo stórum hluta af krikanum undir bílastæði.


Bílastæði í Krikanum

Ég er þeirrar skoðunar bílastæðið við kaplakrika ætti að fjarlægja og hefjast handa við að byggja upp æfingsvæði fyrir knattspyrnuiðkendur þar í staðinn. Aðeins verði stæði fyrir örfáa bíla og leið heim að húsunum til að færa aðföng og til að koma að sjúkrabílum, rútum og slökkvuliðsbílum. Bílastæðið verði hins vegar flutt út fyrir Krikann, norðan megin, á auða lóð sem þar er.
Svo er alltaf hægt að labba eða hjóla á leiki eða æfingar!

Football & Bicycles in Copenhagen from Copenhagenize on Vimeo.

1 comment:

  1. Hver á að kaupa lóðina? (einkalóð og miklu minni en bílastæðin) Er vandamálið ekki bílarnir, af hverju þurfa allir að koma á bílum?
    Það er ekki nóg að færa vandamálið annað.

    ReplyDelete