|
999 km. þann 22. apríl 2012 við Hringbrauti (HG2012) |
.999 kílómetrar frá því í nóvember í fyrra. það gera um 2000-2500 km. á ári. Nokkuð, en ekki mikið miðað við undanfarin ár. Brá á það ráð að sitja í hjá nágranna mínum og notast við strætó yfir myrkustu mánuðina. Annars hef ég ekki verið upptekin af því hversu hratt eða mikið ég hjóla. En mælirinn er hvetjandi og vekur oft upp skemmtilega pælingar. Heildarvegalengdin veitir góða tilfinningu fyrir viðhaldi. Hefði viljað hafa heildarvegalengdina frá upphafi þegar ég réðst í ótímabæra (að mínu mati) viðgerð á sveigarsettinu eftir aðeins um 18 mánuði. Þá er gott að miða við 2000 km. sem líftíma keðjunnar en ég skipti um keðju nýlega. Miðað við ástandið á henni þá var það tímabært og ég vona að ég hafi ekki slitið kasettunni illa með því að draga skiptin.
No comments:
Post a Comment